Hefur hún "haft afskipti" ?

Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt, heldur set einungis fram þessa spurningu - hefur lögreglan á Akureyri haft afskipti af öllum þessum fjölda ökumanna ? Nú bý ég á Akureyri og hef tekið eftir því, sérstaklega núna rétt fyrir þessa helgi og um helgina, að lögreglan hérna er rosalega dugleg að vera lítið á ferðinni og planta bara ómerkta bílnum sínum, dökkbláum Subaru Legacy, hér og þar um bæinn. Hann hefur staðið á hinum ýmsu stöðum, og það virðist bara vera nóg að kveikja á myndavélinni, skella í lás og rúnta svo með öðrum bíl niðrá löggustöð í kaffi. Myndavélinn sér svo bara um að smella á fólk sem er yfir löglegum hraða og rukkanirnar eru svo sendar heim til þess. Ég legg algjörann skilning í það að fólk sé sektað fyrir að aka of hratt, er alls ekki að reyna að segja að það sé rangt að einhverju leyti. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort þetta sé löglegt ? Að skilja bílinn bara eftir mannlausann og láta hann og vélina sjá um að afla tekna fyrir ríkið ? Hvað gera allir þessir lögreglumenn okkar á meðan ef þetta er virkilega svona auðvelt ?

Fyrir mér er eitthvað rangt við þetta, þetta er ekkert það sama og hraðamyndavélarnar sem eru til dæmis frá Reykjavík og uppí Borgarnes því þar eru uppi skilti sem gefa fólki viðvörun um að það séu hraðamyndavélar á þessari leið. Mér finnst eins og það sé verið að nappa fólk, sem auðvitað er allt í lagi að vissu leyti, en bæri það ekki meiri og betri árangur ef þeir væru bara sýnilegir og myndu nenna að taka sér rúnt út fyrir bæinn líka ? Tek það fram að ég hef ávallt verið mjög mikið á ferðinni þar sem ég hef verið að vinna við það að keyra þessa leið, og mér finnst þeir ekki vera áberandi á Þjóðveginum. Nú vita allir að Blönduóslögreglan er gott dæmi um sýnilega lögreglu, enda flýtir maður sér ekkert þar í gegn. Sé maður á 100 km/h héðan frá Akureyri á einkabílnum setur maður krúsið á 90 km/h þegar komið er í Varmahlíð og það er á alveg í Staðarskála. Fólk einfaldlega fer hægar í gegnum þessa sýslu því það veit að von er á lögreglunni hvar sem er þar sem hún er fræg fyrir að vera sýnileg. Ég myndi frekar vilja sjá lögreglubílana hérna á ferðinni heldur en að sjá þennan Subaru þeirra standa bakvið skiltið á Drottningarbrautinni og á fleiri svona stöðum.


mbl.is Á 180 km hraða í Öxnadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Linda Björk: Ég fékk svona sektarboð sent heim, ég borgaði en sendi kvörtun til Persónuverndar einmitt á þeim forsendum sem þú nefnir, að það sé lagaskylda að vara við slíku eftirliti með skilti. En Persónuvernd sagði að þetta væri í lagi.

Arngrímur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Linda Björk Gunnarsdóttir

Já, mér finnst þetta mjög spes. Ég myndi vilja sjá einhver lög sem leyfðu þetta, en er ekki nógu góð í því að leita í öllu þessu lagafargi.

Linda Björk Gunnarsdóttir, 31.5.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband